Við rákumst á dögunum á þessa gömlu auglýsingu verslunarinnar úr tímaritinu Samtíðinni frá árinu 1946. Við hliðina á henni var auglýsing frá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, sem er líka ennþá til. Þarna eru auglýstir ensku Wilson-hattarnir sem fengust hjá okkur allt fram yfir aldamótin. Núna seljum við hatta frá þýska firmanu Wegener. Símanúmer okkar er það sama nema hvað 551 hefur bæst fyrir framan.