Í jólatiltektinni á dögunum færðum við búðarborðin örlítið til, settum vandaða mottu á mitt gólfið með persnesku mynstri og kringlótt borð til að geta stillt út fleiri vörum. Það er engu líkara en búðin hafi stækkað um nokkra fermetra við þessar tilfæringar, en innréttingarnar eru á sínum stað, stolt okkar frá árinu 1929. Breytingarnar má sjá á myndinni hér að neðan.

Gömlu innréttingarnar njóta sín enn betur nú eftir breytingarnar.

 

Mynd frá níunda áratugnum sem sýnir Eyjólf Guðsteinsson við búðarborðið og innréttingin í bakgrunni.