Maestro er ný jakkafatalína frá Digel, en Maestro-fötin eru saumuð úr afar vönduðu ullarefni frá ítalska vefnaðarvöruframleiðandanum REDA.

REDA er meira en 150 ára gamalt fyrirtæki, stofnað árið 1865 og er meðal virtustu fyrirtækja á sínu sviði í heiminum. Þráðurinn í Maestro-fötunum er spunninn lengur en gerist og gengur með ullarþræði og fyrir bragðið verður efnið léttara og mun þægilegra að klæðast því.

Hér mætast þýsk gæði og ítölsk ástríða í einstökum jakkafötum.