Karfa (0)

Bómullin

04.09.2015

Elstu heimildir um notkun bómullar til fatagerðar eru frá því um 3000 árum f.Kr. í Indusdalnum, en þessi þekking barst til Kína á elleftu öld e.Kr. Um líkt leyti voru Inkar í Mið-Ameríku farnir að spinna þráð úr bómull. Bómullin barst fyrst til Evrópu á miðöldum, frá Persíu barst hún með Aröbum um Mið-Austurlönd og þaðan til Norður-Afríku, Sikileyjar og loks Spánar.

Helsti markaðurinn með bómull varð brátt í Feneyjum, en á sautjándu öld fluttist miðstöð bómullarviðskiptanna til Niðurlanda. Evrópumenn sem settust að í Norður- og Mið-Ameríku komu upp gríðarstórum bómullarplantekrum og með tilkomu spunavéla á átjándu öld varð stórkostleg bylting í framleiðslu fata úr bómull.

Saga saumavélarinnar

04.09.2015

Enski uppfinningamaðurinn Thomas Saint er talinn hafa fundið upp samavélina 1790, en hann kynnti ekki þessa uppgötvun sína og það var ekki fyrr en 1874 sem teikningar hans fundust.

Austurríski klæðskerinn Josef Madersperger hóf smíði fyrstu saumavélarinnar árið 1807 og sjö árum síðar kynnti hann fyrstu vélina. Það var svo franski klæðskerinn Barthélemy Thimonnier sem fann upp fullkomnari gerð árið 1830 og ellefu árum síðar rak hann verksmiðju með 80 saumavélum þar sem saumaðir voru búningar á franska herinn, en franskir klæðskerar sem óttuðust um að missa lífsviðurværi sitt eyðilögðu verksmiðjuna og ekkert varð úr frekari framþróun saumavélarinnar þar í landi næstu áratugina.

Bandaríkjamaðurinn Walter Hunt fann upp saumavél árið 1832 þar sem nálin var með gati sömu megin og oddurinn. Hunt missti fljótt áhugann á þessari uppfinningu sinni og seldi hana. Réttum áratug síðar kynnti annar Bandaríkjamaður, John Greenough fyrstu samavélina sem framleidd var þar í landi og árið 1845 kynnti Elias Howe betrumbætta útgáfu af uppfinningu Hunts. Howe kynnti uppfinningu sína í Englandi en fékk dræmar undirtektir svo hann hélt aftur til Bandaríkjanna og komst m.a. í kynni við Isaac Merrit Singer.

Singer var verkfræðingur að mennt og betrumbætti hann hugmyndir þeirra þriggja, Thimonniers, Hunts, and Howes. Singer var m.a. þeirrar skoðunar að nálin ætti að vera bein en ekki bogin, eins og fram að því hafði tíðkast. Árið 1851 hlaut hann einkaleyfi á saumavél sinni sem m.a. var fótstiginn sem var byltingarkennd nýjung á þeim tíma. Til langvinnra málaferla kom milli þeirra Howes og Singers og var Singer dæmdur til að greiða Howes gríðarlegar fjárhæðir í skaðabætur vegna brota á einkaleyfarétti Howes. Singer hélt þó ótrauður rekstrinum áfram og í samstarfi við lögmanninn Edward Clark komu þeir á fót fyrsta kaupleigufyrirtæki sem vitað er um, en þá var kaupverð saumavélanna greitt á löngum tíma.

Fyrstu kaupendur saumavéla voru fataframleiðendur, en á þessum árum færðist í vöxt að föt væru framleidd „í stokk“ eða „í lagersaum“ eins og það var kallað hér á landi. Á sjöunda áratug 19. aldar varð saumavélin hins vegar að neysluvöru og brátt urðu saumavélar algengar á heimilum millistéttarfólks beggja vegna Atlantshafsins. Áður hafði það tekið húsfreyju á Bretlandseyjum um það bil hálfa fimmtándu klukkustund að sauma herraskyrtu í höndunum, en þessi vinna tók ekki nema um eina klukkustund í saumavél. Singer Sewing Co. kynnti saumavél með rafmagnsmótor árið 1889 og eftir því sem fleiri heimili fengu rafmagn jukust vinsældir þessarar vélar. Singer varð eitt fyrsta alþjóðafyrirtækið og kom snemma á fót verksmiðjum í Brasilíu, Kanada, Þýskalandi, Rússlandi og Skotlandi, að ekki sé minnst á aðalverksmiðjuna í Clydebank í Bandaríkjunum þar sem störfuðu 12 þúsund starfsmenn þegar á 19. öldinni. Árið 1904 var salan komin upp í 1,3 milljónir saumavéla á ári, en um líkt leyti fóru Bandaríkjamenn fram úr Bretum í landsframleiðslu.

 

 

Singer þótti sjálfur ekki sérlega geðþekkur maður. Hann átti til að mynda 24 börn með fimm konum, en uppfinning hans breytti heiminum til hins betra. Það er ekki víst að nútímamenn, sem flestir sauma ekki meira en tölu á skyrtu, geri sér grein fyrir þeirri byltingu sem fólst í því að létta störfin fyrir konum sem þræluðu daginn út og inn, að ekki sé minnst á þau margföldu afköst sem fylgdu og gerðu öllum almenningi á Vesturlöndum kleift að eignast almennilegan fatnað. Í Verslun Guðsteins má finna nokkrar gamlar saumavélar sem notaðar voru lengi í rekstrinum. Þar á meðal er Singer vélin sem sést á meðfylgjandi mynd sem kom til verslunarinnar á fyrstu árum hennar og var notuð í fyrirtækinu um áratugaskeið.

Jakkafötin fyrr og nú

28.08.2015

Síðustu fjögur hundruð árin hafa jakkar og buxur og eftir atvikum vesti í sama lit og úr sama efni notið vinsælda, en stundum hefur fremur þótt við hæfi að buxur séu ljósari að lit. Á 17. öld varð til klæðnaður við konungshirðir Evrópu, þar sem saman fóru jakki, vesti og hnébuxur úr sama efni og að sama lit. Líkt og í annarri tísku voru það Frakkar sem settu viðmiðið og tískan við hirð Loðvíks XIV. barst til Karls II. Englandskonungs, en þar í landi festu jakkafötin sig í sessi og þróuðust á næstu áratugum og öldum.
Jakkafötin urðu með tíð og tíma hinn formlegi klæðnaður karlmanna á Vesturlöndum. Snemma á 19. öld fóru þau að líkjast jakkafötum nútímans en í Bretlandi varð brátt í tísku að klæðast dökkum og þröngum jökkum með stéli við ljósar buxur, ljóst vesti, hvíta skyrtu, klút um hálsinn og há leðurstígvél.

Þegar leið lengra á 19. öld náði nýr jakki vinsældum, en hann var hnésíður og gjarnan tvíhnepptur. Á ensku nefnist þessi jakki „frock coat“. Um miðja öldina urðu opnir jakkar vinsælir, eða „morning coat“ á ensku, en þessir jakkar voru áþekkir kjólfatajökkum nútímans og opnir að framanverðu, sem auðveldaði mönnum að sitja í þeim við útreiðar. Almennt klæddust menn ekki þessum jökkum við samlitar buxur, en samlitur jakki og buxur þótti á þeim tíma óformlegri klæðnaður svo undarlega sem það hljómar í nútímanum. „Frock coat“ var notaður við öll formleg tilefni og jakkar með stéli varð kvöldklæðnaður.

Jakki og buxur úr sama efni og af sama lit urðu aftur vinsæl síðla á 19. öld, en þá einkum til að nota við óformleg tilefni, svo sem í útivist og á ferðalögum. Um líkt leyti komust styttri jakkar í tísku og klæddust menn þeim við óformlegri tilefni. Brátt varð til tvenns konar formlegur klæðnaður, sem á ensku nefnist annars vegar „white tie“ og hins vegar „black tie“. „White tie“ varð fyrr en varði alklæðnaður, svartur jakki með stéli, samlitar buxur, hvít skyrta og slaufa, og vesti í stíl. Þar með urðu til nútíma kjólföt. „Black tie“ sló í gegn í Nýja heiminum, en þá var jakkinn stuttur og hnepptur að framaverðu. Bandaríkjamenn nefndu þennan klæðnað „tuxedo“ og gera enn, en hér á landi eru þau föt kölluð smókingföt.

 

 

Guðsteinn Eyjólfsson lærði klæðskurð fyrst í Thomsens magasíni og síðar hjá Andersen og Sön í Aðalstræti 16. Þetta var um 1910, en hálfri öld síðar lýsti Guðsteinn tískunni á þessum árum svo fyrir blaðamanni Lesbókar Morgunblaðsins að sniðin hefðu almennt verið nokkuð þröng og jakkar fremur síðir. Aðeins hefði verið saumað eftir máli og úr vönduðum innfluttum efnum frá Englandi. Föt hefðu verið ákaflega dýr á þeim tíma og jafnaðarlega greidd með afborgunum, en þau hefðu að sama skapi enst lengur en seinna varð raunin.

Er leið á lokum fyrri heimsstyrjaldar varð klæðaburður jafnt kvenna sem karla frjálslegri og þá komust stuttir jakkar í tísku. Eldri menn héldu þá áfram að klæðast síðum jökkum sem þá var farið að kalla „Prince Albert Coat“ í Bretlandi. Kjólföt voru áfram formlegur klæðnaður hjá körlum, en í Bandaríkjunum hurfu síðu jakkarnir mun fyrr og aðeins eldri íhaldsamir menn sem héldu áfram að klæðast slíkum jökkum.

 

 

Á þriðja áratugnum víkkuðu sniðin á buxum mikið og þá komust uppábrot í tísku. Mittið færðist mjög ofarlega og hélst uppi fram undir lok síðari heimsstyrjaldar. Jakkar voru þröngir fram á miðjan fjórða áratuginn þegar laus snið komust í tísku og hélst sú tíska fram á áttunda áratuginn er þröngir jakkar urðu enn á ný vinsælir. Þessar breytingar urðu þó allar hægar, en allt fram á þennan dag hefur herratískan breyst mjög hægt.

Á árunum eftir síðari heimsstyrjöld varð til miðlungs formlegur klæðnaður, sem í Bandaríkjunum er kallaður stroller, en hér á landi er nefndur sjakket. Sjakket dregur dám af tísku 19. aldar, en þá klæðast menn ljósum buxum, oft röndóttum, við svartan jakka með stéli. Sjakket var hálfgerður einkennisklæðnaður ráðamanna þjóðarinnar um miðja 20. öld.

 


Á fimmta og sjötta áratugnum urðu snið jakkafata sífellt einfaldari, til að mynda minnkaði kraginn mikið. Kragar með hornum urðu æ sjaldséðari. Jakkar urðu beinir, en aðniðnir jakkar komust síðar aftur í tísku. Tvíhneppt föt hafa af og til orðið móðins umliðna áratugi og sama er að segja um vestin. Þau koma og fara.

Lengi framan af voru jakkaföt framleidd í Verslun Guðsteins og þá saumuð eftir máli, en þegar losnaði um innflutningshöft á sjöunda áratugnum hófst innflutningur jakkafata. Framan af voru seld ensk föt í versluninni, en nú eru alfarið seld þýsk jakkaföt, en þýsk snið fara íslenskum karlmönnum mun betur en ensk. Íslenskir karlmenn eru til að mynda mun herðabreiðari en þeir hinir ensku. Í Verslun Guðsteins fást hin kunnu jakkaföt frá Digel, ákaflega vönduð vara úr úrvalsefnum.

Saga hálsbindisins

28.08.2015

Erfitt er að segja til um nákvæman uppruna hálsbinda, en í því sambandi er gjarnan nefnd Trajanusarsúlan í Róm, þar sem sjá má karlmenn með eins konar bindi eða klút um hálsinn. Síðan þá eru til margvísleg dæmi úr sögunni um hálstau karlmanna, en líklega má rekja upphaf hálsbinda nútímans aftur til átjándu aldar í Ameríku. Þá varð að tísku meðal karlmanna að vefja hálstau nokkra hringi í einhvers konar slaufu, sem kölluð var „bandanna“. Slíkt hálstau hélt áfram að þróast í Bretlandi á nítjándu öldinni, en seint á þeirri öld fóru háskóladeildir þar í landi að taka upp hálstau sem hluta af einkennisklæðnaði nemenda.

Árið 1880 hófu nemendur við Exeter College í Oxford að bera hálsbindi keimlík þeim sem nú eru við lýði og þá varð til tíska sem brátt fór sigurför um allt Bretland. Þessi hálsbindi voru kölluð „Magglesfield tie“ eftir borginni Magglesfield þar sem indverskt og kínverkst hrásilki var helst ofið. Um aldamótin 1900 hafði hálsbindið farið sigurför um heiminn. Segja má að árið 1924 hafi orðið býsna afdrifarík breyting á hálsbindum, en þá var farið að klippa efnið í 45 gráður í stað þess að klippa það beint. Hálsbindin hafa síðan þá breikkað og mjókkað til skiptis og litir og efni breyst milli ára og áratuga, en í öllum aðalatriðum hefur hálsbindið haldið sömu gerð í um heila öld.

Hólmfríður dóttir Guðsteins Eyjólfsson lærði bindasaum í Danmörku á fjórða áratugnum. Hún sneið til og saumaði um árabil bindi sem seld voru í Verslun Guðsteins.

Herraskyrtan

28.08.2015

Herraskyrtan á sér langa sögu, en það form sem er á henni nú á dögum á rætur sínar að rekja til síðari hluta nítjándu aldar. Árið 1871 var fyrst kynnt til sögunnar, svo vitað sé, skyrta sem var hneppt alla leið niður, en skyrtur voru allt fram til þess dags nærfatnaður og aðeins hluti þeirra sýnilegur undir jökkum. Við formleg tilefni er enn þann dag í dag ekki til siðs að fara úr jakkanum, sem er arfur frá þeim tíma, þegar skyrtan var nærklæðnaður.

Röndóttar skyrtur fóru að verða áberandi seint á 19. öld, en almennt voru skyrtur hvítar. Fram á 20. öld voru flibbar og kragar lausir og manséttur sömuleiðis. Lausir kragar voru þá þvegnir oftar en skyrtan sjálf. Skyrtur með áföstum, flibbum, manséttum og krögum urðu með tímanum æ algengari, uns sú gerð skyrtunnar náði yfirhöndinni. Langt fram eftir tuttugustu öld notuðust þó einstaka eldri menn við lausan kraga og flibba og fá mátti lausa flibba í Verslun Guðsteins fram yfir 1960. Slíkur klæðnaður var orðinn afar fáséður þá.

Eins og sjá má af gömlum myndum voru kragar afar misjafnir að gerð seint á 19. öld og framan af þeirri tuttugustu. Standkraginn (e. stand-up collar) var allsráðandi á þeim árum og fram á þriðja áratuginn, en síðan þá hefur brotinn kragi (e. turndown collar) orðið ofan á. Síðan þá sést standkraginn aðeins á skyrtum sem notaðar eru við smókingföt, kjólföt og annan formlegan klæðnað.

Herraskyrtan hefur ekki tekið miklum breytingum frá því á þriðja áratugnum, en líklega er stærsta breytingin fólgin í brjóstvasanum, sem nú þykir ómissandi á klassískum herraskyrtum.

Guðsteinn Eyjólfsson kom á laggirnar skyrtugerð árið 1937 og þá fyrst fór hagur fyrirtækisins verulega að vænkast. Skyrtugerðin var í byrjun staðsett í betri stofunni hjá þeim hjónum Guðrúnu og Guðsteini, en fluttist síðar á aðra hæð hússins. Skyrturnar voru framleiddar undir merkinu Reylon, nefndar í höfuðið eftir samnefndu sjálfstýfingarefni. Nú fást í Verslun Guðsteins hinar dönsku Bosweel skyrtur, Real Brook skyrtur frá ensku firma og loks kýpverskar skyrtur frá SGS.

Greinar


Vörukarfa

Karfan þín er tóm

Nýjustu fréttir

Nýkomnar töskur frá British...

17.01.2018

Við höfum nú fengið nýja sendingu af töskum, bakpokum, sjópokum, veskjum og byssutöskum frá British Bag Company. Íþróttataska, verð kr....

Lesa meira →

Vasaklútar nýkomnir

12.01.2018

Bómullarvasaklútar nýkomnir aftur. Þrír í pakka, verð kr. 1.800.

Lesa meira →

Tilboðsdagar í Verslun Guðs...

05.01.2018

Tilboðsdagar í Verslun Guðsteins, 10–70% afsláttur af völdum vörum. Langur laugardagur á morgun, opið frá kl. 10 til 17. Verið...

Lesa meira →

Afgreiðslutími um jól og ár...

26.12.2017

Verslun okkar verður opin um jól og áramót sem hér segir:   Miðvikudagurinn 27. desember     LOKAÐ Fimmtudagurinn 28. desember ...

Lesa meira →

Afgreiðslutími um jól og ár...

26.12.2017

Verslun okkar verður opin um jól og áramót sem hér segir:   Miðvikudagurinn 27. desember     LOKAÐ Fimmtudagurinn 28. desember ...

Lesa meira →

Opið til klukkan 22.00

17.12.2017

Verslun okkar er opin til klukkan 22.00 alla daga fram að jólum. Afgreiðslutíminn verður sem hér segir:   Mánudag til...

Lesa meira →

Opið til klukkan 22.00

17.12.2017

Verslun okkar er opin til klukkan 22.00 alla daga fram að jólum. Afgreiðslutíminn verður sem hér segir:   Mánudag til...

Lesa meira →

Nýkomin náttföt frá Hajo

04.11.2017

Nú er nýkomin sending af náttfötum frá Hajo. Margir litir. Verð kr. 8.900 og 9.900.

Lesa meira →

Þrjú skáld við Laugaveginn

18.10.2017

Hér allt í kringum okkur á Laugaveginum eru söguslóðir skálda. Þar ber helst að nefna þrjú skáld. Í steinbæ sem...

Lesa meira →

Lokað á mánudag og þriðjudag

14.10.2017

Vegna lagfæringa innanhúss verður verslun okkar lokuð mánudaginn 16. og þriðjudaginn 17. október næstkomandi. Við opnum aftur miðvikudaginn 18. október...

Lesa meira →

Lokað á mánudag og þriðjudag

14.10.2017

Vegna lagfæinga innanhúss verður verslun okkar lokuð mánudaginn 16. og þriðjudaginn 17. október næstkomandi. Við opnum aftur miðvikudaginn 18. október...

Lesa meira →

Nýkomnar skyrtur frá Olymp

28.09.2017

Skyrturnar frá Olymp fást nú í Verslun Guðsteins. Olymp er þýsk gæðavara og fyrirtækið er einn kunnasti skyrtuframleiðandi heims. Eugen...

Lesa meira →

Ábyrg fataframleiðsla Meyer

24.09.2017

Meyer buxnaframleiðandinn leggur áherslu á vandaða vöru á sanngjörnu verði. En framleiðandinn vill gæta sanngirni að fleiru leyti. Stefna fyrirtækisins...

Lesa meira →

Skór frá Digel

11.09.2017

Við höfum nú aukið vöruframboðið í verslun okkar og bjóðum upp á vandaða leðurskó frá Digel. Digel AG er eitt framsæknasta...

Lesa meira →

Óheyrilega ódýrt

12.01.2017

Við auglýsum um þessar mundir tilboðsdaga þar sem valdar vörur eru með "óheyrilega" miklum afslætti: Ekki er oft talað um...

Lesa meira →

Búðin fær andlitslyftingu

27.11.2016

Í jólatiltektinni á dögunum færðum við búðarborðin örlítið til, settum vandaða mottu á mitt gólfið með persnesku mynstri og kringlótt...

Lesa meira →

Hágæða herrasnyrtivörur frá...

24.11.2016

Við höfum nú nýverið fengið til sölu hágæða herrasnyrtivörur frá hinu kunna breska merki Murdock. Tilvalin jólagjöf. Murdock herrailmurinn, kr...

Lesa meira →

Nýjar auglýsingamyndir

23.11.2016

Í blöðunum um liðna helgi birtust auglýsingar frá okkur með spánýjum myndum af eldri sem yngri karlmönnum í vönduðum fatnaði...

Lesa meira →

Rúnturinn í 150 ár

07.10.2016

Öll þekkjum við rúntinn, en hann er í nútímanum gjarnan kenndur við tilteknar ökuleiðir um miðbæinn. Rúnturinn á sér langa...

Lesa meira →

Wolsey frá 1755

06.10.2016

Nú er nýkomin sending af náttfötum frá Wolsey, en það fyrirtæki á sér yfir 250 ára sögu. Náttfötin á myndinni...

Lesa meira →

Ný sending frá Digel

23.09.2016

Nú er nýkomin sending af stökum jökkum, frökkum og jakkafötum frá þýska firmanu Digel AG, en það er eitt framsæknasta...

Lesa meira →

Haustvörur komnar

18.09.2016

Nú er haustvaran nýkomin á Laugaveginn, eða á leiðinni í hús. Í nýliðinni viku fengum við jakkaföt, staka jakka og...

Lesa meira →

Hefur þú áhuga á herratísku...

09.09.2016

Herrafataverslun Guðsteins, Laugavegi 34 leitar að kraftmiklum og jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund í fullt starf í verslunina til að...

Lesa meira →

Marteinn Einarsson & co.

10.08.2016

Margir muna eftir verslun Marteins Einarssonar sem var staðsett hér rétt fyrir neðan okkur á horninu við Vatnsstíg. Guðsteinn Eyjólfsson...

Lesa meira →

G. Ólafsson & Sandholt

05.07.2016

Í þarnæsta húsi fyrir innan okkur, Laugavegi 36, standa nú yfir miklar framkvæmdir. Það hús var reist árið 1925 og...

Lesa meira →

Laugavegur 34A - Hús Hinrik...

17.05.2016

Laugaveg 34A reisti Hinrik Thorarensen læknir árið 1929, en hann var fæddur 15. september 1893 og dáinn 26. desember 1986....

Lesa meira →

Slaufur framleiddar í versl...

18.01.2016

Nú eru nýkomnar í sölu í verslun okkar slaufur sem eru handsaumaðar á samastofu okkar. Guðsteinn Eyjólfsson var klæðskeri og...

Lesa meira →

Afgreiðslutími til jóla

15.12.2015

Frá og með fimmtudeginum 17. desember verður opið til klukkan 22:00 öll kvöld til jóla.

Lesa meira →

Lokum í dag klukkan 16:00

07.12.2015

Vegna yfirvofandi fárviðris lokum við verslun okkar klukkan 16:00 í dag. Við hvetjum fólk til að fara varlega. Opnum á...

Lesa meira →

Gömul auglýsing

29.11.2015

Við rákumst á dögunum á þessa gömlu auglýsingu verslunarinnar úr tímaritinu Samtíðinni frá árinu 1946. Við hliðina á henni var...

Lesa meira →

Eiginkona Guðsteins Eyjólfs...

22.11.2015

Myndin sýnir hjónin Guðstein Eyjólfsson og Guðrúnu Jónsdóttur og er tekin um 1915. Guðrún var ættuð af Rangárvöllum. Hún var...

Lesa meira →

Höfuðföt í úrvali

07.11.2015

Við höfum á boðstólum margar gerðir af höttum og húfum frá þýsku firmunum Bugatti og Wegener. Wegener er einn elsti...

Lesa meira →

Bogart, Battersby og Borsalino

01.11.2015

Sú var tíð að varla nokkur karlmaður sást á ferli utandyra án höfuðfats og hattarnir voru af ýmsum gerðum, kúluhattar,...

Lesa meira →

Tómas Guðmundsson yrkir um ...

29.10.2015

Laugavegurinn hefur orðið mörgum skáldum yrkisefni, þar á meðal borgarskáldinu Tómasi Guðmundssyni sem snemma haustið 1918 varð lífið og sálin...

Lesa meira →

Nýkomnar derhúfur

06.10.2015

Vetrarderhúfur með eyrnaskjóli hafa notið mikilla vinsælda hjá okkur undanfarin ár. Nýkomin sending, verð kr. 6900.

Lesa meira →

Guðsteinshúfurnar - íslensk...

23.09.2015

Nú þegar kólna fer í veðri er gott að eiga Guðsteinshúfu. Þær fást dökkbláar, steingráar og svartar einlitar úr blöndu...

Lesa meira →

Nýkomnir stangaðir jakkar

23.09.2015

Stangaðir jakkar hafa verið mjög í tísku að undanförnu, en við vorum að fá jakkann sem sjá má myndir af...

Lesa meira →

Guðsteinsslaufurnar komnar

28.07.2015

Gluggarnir okkar eru í menningarnæturbúningi. Þar má meðal annars sjá nýju Guðsteinsslaufurnar sem eru íslensk framleiðsla. Hólmfríður María (1914-1989), dóttir...

Lesa meira →