Um stærðirnar
Hvernig mæli ég hanskastærð?
Hanskastærðir eru fundnar út með því að mæla ummál handarinnar í tommum (ein tomma samsvarar 25,4 mm) þar sem það er mest – líkt og sjá má af myndinni. Hanskastærðir eru gefnar upp í heilum og hálfum tommum. Herrastærðir eru frá 7½ og upp í 11. Í stærðunum small, medium, large myndu herrahanskar flokkast með þessum hætti:
Small 7½ - 8
Medium 8½ - 9
Large 9½
Extra Large 10 - 10½
Betra er að kaupa hanska sem eru örlítið of þröngir en of víðir, því leður gefur eftir með tímanum.
Hvernig mæli ég beltastærð?
Beltastærðir, eru venjulega gefnar upp í tommum, en hér að neðan má sjá hvernig ummálið samsvarar small, medium, large o.s.frv.:
Small 79/84 cm eða 31/33 tommur
Medium 86/91 cm eða 34/36 tommur
Large 94/99 cm eða 37/39 tommur
Extra large 102/107 cm eða 40/42 tommur
Extra extra large 109/114 cm eða 43/45 tommur
Hvernig finn ég rétta hattastærð?
Þá er mælt ummál höfuðsins, þar sem það er mest, en talan í cm gefur til kynna húfustærð viðkomandi. Ágætt er að hafa þess töflu til viðmiðunar:
Small 56–57 cm
Medium 58 cm
Large 59–60 cm
Extra large 61 cm
Rétt er að hafa í huga að húfu- og hattastærðir eru ekki endilega í samræmi við aðrar stærðir viðkomandi herra. Afar grannur maður gæti þurft á extra large húfu að halda.
Mörgum eru tamar eldri stærðir í höttum, þ.e. enskar stærðir, en þær samsvara nýrri stærðunum með þessum hætti:
7 56 cm
7-1/4 58 cm
7-3/8 59 cm
7-1/2 60 cm
7-5/8 61 cm
Buxnastærðir í cm og tommum
Enskar stærðir (tommur) |
32 |
34 |
36 |
38 |
40 |
42 |
44 |
Þýskar stærðir |
48 |
50 |
52 |
54 |
56 |
58 |
60 |
Styttri buxur 24 25 26 27 28 29
Ef menn kjósa að hafa strenginn neðar að framanverðu þá eru á boði stærðir í hálfum númerum, en þá eru skálmarnar um leið styttri. Það eru þá 24,5; 25,5 o.s.frv.
Hvernig finn ég rétta skyrtustærð?
Skyrtustærðir miðast við ummál kragans og en þá er miðað við ummálið frá efstu tölu að hnappagati – mælt að innanverðu. Skyrtustærðir eru ýmist gefnar upp í tommum eða cm:
Enskar stærðir (tommur) 15 15,5 16 16,5 17 17,5 18
Þýskar stærðir (cm) 38 39 41 42 43 44 46